SPRETTA

Á HÖFN 18-24 júní

Anonymous said: Er of seint að skrá tvær 12 ára stelpur í fatahönnunarsmiðju?

Hæ hæ.

Hún Ágústa í Arfleifð og Ragnheiður í Millibör eru með Týsku smiðju sem er í gangi þar til á morgun og þú getur prófa að hafa samband við þær ef það er áhugi fyrir að taka þátt í henni. Fatahönnunarsmiðjan breyttist semsagt í Týskusmiðju.

Bestu kveðjur

Guðlaug Ósk

Hér fyrir neðan eru þau námskeið sem verða í boði á Sprettu 2012. Námskeiðin eru fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og verða haldin á kvöldin vikuna fyrir Humarhátíð. Á Humarhátíð verður afraksturinn sýndur heimamönnum og gestum. Þátttökugjald er 3.000 kr.
Skráðu þig á námskeið með því að senda okkur vefpóst með nafninu þínu, fæðingarári og námskeiðsheiti á
sprettur-hornafjordur@live.com.
eða 
HÉR
Uppkast að letri fyrir SPRETTU, rétt eins og þessi síða og hátíðin öll er það í þróun. Á þessari síðu verður vinnan á námskeiðum SPRETTU sýnd, þetta er nokkurs konar dagbók hátíðarinnar. Hluti af því er vinnan fyrir útlit hennar. Þetta er frumgerð fyrir letrið fyrir hátíðina 2012. Það á að lokum að sýna eins og hátíðin sjálf hluti sem eiga  uppsprettu í umhverfi okkar hér á þessu svæði.
Uppkast að letri stafurinn R.
Á þessu námskeiði verður megináherslan á myndir af fólki á sem fjölbreyttastan hátt. Þannig verður fjallað um margar ólíkar greinar ljósmyndunar og beitt verður ólíkri tækni við að ná fram mismunandi áhrifum. Þátttakandur læra því ólíka nálgun á verkefni sín og námskeiðið hjálpar þeim að þróa persónulegan stíl sinn.
Að örðu leyti verður áhersla á skapandi flæði og afrakstur námskeiðsins er sýning sem sett verður upp fyrir Humarhátíð.
Unnið verður í vinnustofum öll kvöld vikunnar fyrir Humarhátíð en áður verður upplýsingum, verkefnum og námsgögnum komið til þátttakenda á netinu.
Kennari er Sigurður Mar
Frumgerð E
Á þessari síðu verður vinnan á námskeiðum SPRETTU sýnd, þetta er nokkurs konar dagbók hátíðarinnar. Hluti af því er vinnan fyrir útlit hennar. Þetta er frumgerð fyrir letrið fyrir hátíðina 2012. Það á að lokum að sýna eins og hátíðin sjálf hluti sem eiga  uppsprettu í umhverfi okkar hér á þessu svæði.
Lýsing:
Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallaratriði í kvikmyndahandritsgerð. Hugsuðir sem notast verður við eru Robert McKee og Joseph Campbell. Stuðst verður við bækurnar Story eftir McKee og The Hero with a Thousand Faces eftir Joseph Cambell. Nemendur þróa sýnopsis að kvikmyndahandriti í anda þeirra kenninga sem notast er við og birta að í lok námskeiðisins.
Fyrsta kennslustund:
Rætt um kenningar Josephs Campbell og söguformið almennt, mýtur, erkitýpur,
tragedíu, kómedíu, prótagónista, antagónista.
Önnur kennslustund:
Rætt um kenningar Roberts McKee varðandi umgjörð, vettvang, sögutegund,
persónusköpun, merkingu.
Þriðja kennslustund:
Rætt um kenningar McKees um strúktúr, upphaf, þáttaskipti, sviðsmyndahönnun, samsetningu, kreppu, hápunkt, upplausn.
Fjórða kennslustund:
Rætt um hina verklegu hlið handritsskrifa, þ.e.a.s. hvernig form á að notast við, hvernig lýsingar á sviðsmynd, umhverfi, atburðum, persónum, o.s.frv. eru skipulagðar á blaðsíðunni eftir hefðbundnum aðferðum.
Kennari er Jökull Valsson (f. 1981) rithöfundur. Hann hefur sent frá sér skáldsögurnar Börnin í Húmdölum (2002) og Skuldadaga (2004). Þá hefur Jökull einnig skrifað nokkur kvikmyndahandrit, m.a. upp úr Börnin í Húmdölum fyrir breska kvikmyndagerðarmenn. Jökull hefur stundað nám í kvikmyndafræðum í Stokkhólmi þar sem hann býr, auk þess sem hann hefur lagt stund á kennaranám undanfarin ár.

Lýsing:

Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallaratriði í kvikmyndahandritsgerð. Hugsuðir sem notast verður við eru Robert McKee og Joseph Campbell. Stuðst verður við bækurnar Story eftir McKee og The Hero with a Thousand Faces eftir Joseph Cambell. Nemendur þróa sýnopsis að kvikmyndahandriti í anda þeirra kenninga sem notast er við og birta að í lok námskeiðisins.

Fyrsta kennslustund:

Rætt um kenningar Josephs Campbell og söguformið almennt, mýtur, erkitýpur,

tragedíu, kómedíu, prótagónista, antagónista.

Önnur kennslustund:

Rætt um kenningar Roberts McKee varðandi umgjörð, vettvang, sögutegund,

persónusköpun, merkingu.

Þriðja kennslustund:

Rætt um kenningar McKees um strúktúr, upphaf, þáttaskipti, sviðsmyndahönnun, samsetningu, kreppu, hápunkt, upplausn.

Fjórða kennslustund:

Rætt um hina verklegu hlið handritsskrifa, þ.e.a.s. hvernig form á að notast við, hvernig lýsingar á sviðsmynd, umhverfi, atburðum, persónum, o.s.frv. eru skipulagðar á blaðsíðunni eftir hefðbundnum aðferðum.

Kennari er Jökull Valsson (f. 1981) rithöfundur. Hann hefur sent frá sér skáldsögurnar Börnin í Húmdölum (2002) og Skuldadaga (2004). Þá hefur Jökull einnig skrifað nokkur kvikmyndahandrit, m.a. upp úr Börnin í Húmdölum fyrir breska kvikmyndagerðarmenn. Jökull hefur stundað nám í kvikmyndafræðum í Stokkhólmi þar sem hann býr, auk þess sem hann hefur lagt stund á kennaranám undanfarin ár.Þetta námskeið er fyrir ungt fólk á öllum aldri sem vill læra helstu grundvallaratriði í kvikmyndagerð. Farið verður í saumana á hvaða lögmál liggja að baki góðra kvikmynda og heimildamynda, með áherslu á að skilja í grunninn á myndbyggingu og myndfléttur, handrit, sviðsetningu, búninga  og kvikmyndaleik. Mörg sýnishorn úr kvikmyndasögunni, gömul og ný verða sýnd til að bregða upp sem fjölbreyttustum dæmum og farið verður yfir ríkjandi greinar (genres) og stíl, sem og kenningar og almennt siðgæði hvers tímabils sem um ræðir í myndunum. Þátttakendur munu læra ferlið frá A til Ö líkt og um Master Class í kvikmyndagerð væri að ræða, það er; að skrifa eigið handrit að stuttu verkefni, gera “storyboard”, finna leikara, búninga og tökustað, leikstýra því og hljóðsetja og svo klippa það í endanlega útgáfu.Kennari er Lára Marteinsdóttir
Að spretta úr spori
spretta upp saum
sprett/a v ( spratt, spruttu, sprottið)
1. (vaxa) grow
~~ úr sér
get overripe


2. phrases
sviti spratt fram á enni hans
beads of sweat appeared on his forehead

~~ á fætur
jump to one’s feet

af þessu spruttu öll vandræðin
all the problems arose from this